Blaðað í BurdaStyle

6 vikna netnámskeið fyrir þig sem langar að sauma þína fyrstu flík af öryggi og gleði

- Fáðu grunnfærni í sníðalestri og saumaskap
- Saumaðu þína eigin flík úr Burdarblaði
- Nýttu fötin þín með sjálfbærni og sköpun í huga

Skráning á námskeiðið er lokuð, skráðu þig á biðlistann til að fá fyrst fréttir þegar skráning opnar.

Hefur þú spurt þig…

„Hvernig les ég sníðaörk í Burdablaði?“

„Hvaða stærð á ég eiginlega að velja?“

„Hvernig laga ég sniðið að líkamanum mínum?“

„Hvað í ósköpunum þýða allar þessar línur, örvar og númer?“

Og…þráðátt, er það eitthvað ofan á brauð?“ 😅

Ef þú kinkar kolli – þá er þetta námskeiðið sem mun breyta Burdablaðinu úr línu-og litaflækju í þína bestu saumavinkonu.

Við förum í gegnum þetta saman – skref fyrir skref.

Hvað færðu á námskeiðinu?

- Lærir að lesa og túlka sníðaörk úr Burdablaði
- Velur rétta stærð fyrir þig
- Tekur upp einfalt snið og saumar þína fyrstu flík
- Færð grunnkennslu á saumavél – ef þig vantar
- Byggir upp sjálfstraust og sköpun í saumi
- Lærir að sjá gildi í efnum og formum – og hvernig þau hegða sér

Þetta er ekki bara um að sauma – heldur líka um sjálfstæði, sköpun og sjálfbærni

Aðgangur að öllu kennsluefni er opinn fyrir þátttakendur í 12 mánuði eftir að námskeiði lýkur

Gjaldfrjáls aðgangur að Saumasamfélaginu í 3 mánuði frá námskeiðsbyrjun


Fyrir hverja er námskeiðið?

Þetta er fyrir þig ef þú:

  • Hefur áhuga á saumaskap en vilt styrkja grunninn

  • Vilt nýta það sem þú átt í fataskápnum – í stað þess að kaupa meira

  • Vilt njóta stuðnings, fræðslu og samveru

  • Hefur horft á Burdablað og hugsað: „Þetta er eins og landakort á tungumáli sem ég skil ekki“

  • Vilt sauma þína fyrstu flík í öruggu og skapandi umhverfi

  • Vilt sauma í félgasskap og kynnast skemmtilegu fólki

Hvað er innifalið?

- 6 vikur af kennslu og verkefnum
- Vikulegir Zoom tímar (kennslustund + spurt & svarað)
- PDF leiðbeiningar með myndum og útskýringum
- Aðgangur að lokuðu samfélagi Saumaheims Siggu – þar sem við deilum myndum, fáum innblástur og hjálp
- Stuðningur og hvatning allan tímann

Þetta lærirðu á námskeiðinu

Að nota saumavélina og stilla hana rétt
Að taka mál og finna þína stærð
Að lesa sniðbók og sniðarkir
Að taka upp snið og skilja leiðbeiningar

Að ljúka þinni fyrstu flík – og fá sjálfstraust til að halda áfram

Hæ, ég er Sigga!


Hver er ég? Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir, ég er nánast alltaf kölluð Sigga!

Ég hjálpa konum sem vilja endurnýta föt en vita ekki hvar þær eiga að byrja, að öðlast sjálfstraust og færni í saumaskap svo þær geti búið til einstakar flíkur með persónulegu ívafi og minnkað sóun.

Ég á og rek Saumaheimur Siggu, er með yfir 20 ára reynslu í saumaskap og hef síðustu ár sérhæft mig í endurnýtingu á textíl.

Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og minnkum í framhaldinu kaup á ódýrum klæðum úr lélegum efnum. Þannig hjálpum við Móður Jörð að heila sig af mengunnaráhrifum textíl- og fataframleiðslu.

Aðgangur

Aðgangur að öllu kennsluefni er opinn fyrir þátttakendur í 12 mánuði eftir að námskeiði lýkur

Gjaldfrjáls aðgangur að Saumasamfélaginu í 3 mánuði frá námskeiðsbyrjun!

Skráðu þig á biðlistann!

Ertu með spurningar?

Hvað þarf ég að kunna mikið?

Þetta námskeið hentar fyrst og fremst byrjendum, námsefnið er sett upp þannig að allir eigi auðvelt með að feta sig í gegnum það, skref fyrir skref.

Hvað þarf ég að eiga?

Það er gott að eiga nálar og tvinna og aðgang að saumavél, málband eða reglustika og títuprjónar eða klemmur til að festa efnastykki saman. Síðan eru skæri fyrir efni mikilvæg og skæri fyrir pappír. Aðrar upplýsingar koma svo þegar nær dregur námskeiði

Hvernig nálgast ég efnið?

Um leið og við höfum fengið tilkynningu um greiðslu, sendum við þér link. Þú býrð þér til þinn eigin aðgang og þar finnur þú allt kennsluefnið, sett upp í köflum sem leiða þig áfram.

Copyright 2025, Sigga

Saumaheimur Siggu