Breytt og bjargað

Fyrstu skrefin í fatabreytingum

Föt sem endurspegla þig – frá hugmynd til breytingar

- fötin sem eru nú þegar í fataskápnum, lítið sem ekkert notuð

6 vikna netnámskeið í grunnatriðum fatabreytinga

- með mentorleiðsögn

Viltu breyta, laga og persónugera fötin þín

– án þess að vita endilega hvar á að byrja?

Þá er þetta námskeiðið fyrir þig!

Skráning á námskeiðið er lokuð, skráðu þig á biðlistann og fáðu póst um leið og skráning opnar

Hvað færðu?

  • Vikuleg myndbönd með kennsluefni

  • PDF handbækur

  • Vikulega tíma á Zoom með kennslu, spurningum og spjalli

  • Samfélag; lokaður hópur fyrir þátttakendur

  • Aðgangu að efninu áfram

  • Félagsskap, stuðning og pepp

Fyrir hverja er þetta?

  • Fyrir þig sem vilt vita hvar á að byrja og byggja upp sjálfstraust

  • Fyrir þig sem vilt nýta tímann vel og læra í stuttum, hnitmiðuðum skrefum

  • Fyrir þig sem vilt opna hugann, fá hugmyndir og innblástur

  • Fyrir þig sem vilt mentor og pepp frá samfélagi samferðakvenna

  • Fyrir þig sem vilt tilheyra samfélagi skapandi fólks

Eftir 6 vikur hefur þú:

  • Kynnt þér grunnbreytingar á fatnaði (stytta, þrengja, laga smáatriði) bæði með handsaumi og í vél

  • Kynnst aðferðum við að opna hugann, sjá möguleika í hverri flík og skipuleggja hugmyndir í verk

  • Breytt 2–3 raunverulegum verkefnum úr eigin fataskáp og eignast nýjar flíkur

  • Náð færni til áframhaldandi sköpunar og sjálfstæði í fatabreytingum

  • Kynnst aðferðum til að að aðlaga snið þinni líkamslögun– þannig að fötin passi þér

Verð kr. 32.000

Aðgangur að öllu efni, PDF og hóp í 12 mánuði eftir að námskeiði lýkur

Gjaldfrjáls aðgangur að SaumaSamfélaginu í 3 mánuði frá upphafi námskeiðs

Verð aðeins kr. 32.000

Ekki missa af þessu, skráðu þig núna!

Hæ, ég er Sigga!


Hver er ég? Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga.

Ég hjálpa konum að byrja í saumaskap – með hugrekki og sköpunargleði umbreytum við fatnaði og öðrum textíl í sjálfbærar, einstakar flíkur!

Ég á og rek Saumaheimur Siggu, er með yfir 20 ára reynslu í saumaskap og hef síðustu ár sérhæft mig í endurnýtingu á textíl. Ég held námskeið í saumaskap og fatabreytingum og veiti stuðning og ráðgjöf þeim sem vilja finna fjársjóðinn í fataskápnum og byggja sér upp sjálfbærari fatastíl.

Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og breytum þar með eigin kauphegðun og þeirra í kringum okkur.

Umsagnir um kennarann

„Sigga er frábær kennari – skýr, þolinmóð og ótrúlega hvetjandi. Hún kennir bæði byrjendum og lengra komnum á einfaldan og skiljanlegan hátt.“

„Færð ekki betri leiðbeinanda! Sigga brennur fyrir fatanýtingu og miðlar af þekkingu sinni með skýrum myndböndum og hvetjandi ráðum.“

„Ótrúlega lærdómsríkt námskeið – Sigga útskýrir allt svo vel að jafnvel flókin atriði verða auðveld.“

Ertu með spurningar?

Hvað þarf ég að kunna mikið?

Þetta námskeið hentar fyrst og fremst byrjendum, námsefnið er sett upp þannig að allir eigi auðvelt með að feta sig í gegnum það, skref fyrir skref.

Þarf ég sérstaka saumavél?

Nei, einföld vél dugar. Sum verkefni er hægt að vinna að hluta eða öllu leyti í hönd.

Hvað ef ég missi af og næ ekki að fylgja?

Efnið er hnitmiðað og þú hefur áframhaldandi aðgang; þú vinnur á þínum hraða

Að lokum

Ef þig hefur lengi langað en ekki vitað hvar á að byrja, þá erum við að byrja akkúrat hér. Eitt spor í einu – með mentor, innblæstri og tæknilegri kunnáttu sem byggist upp á hverri viku.

[Skrá mig núna – tryggja sæti]

Copyright 2025, Sigga

Saumaheimur Siggu