Eitt spor í einu:
Næsta skref í saumi og sjálfstrausti
- 12 vikna netnámskeið

…hefur lært grunninn og vilt halda áfram að þróa þína eigin stílsögu
…hefur gaman af að sauma, laga og breyta – en vilt meiri tækni, hugmyndir og sjálfstraust
...langar að kynnast öðru fólki með sama áhugamál - að sauma í félagsskap annarra
…ert kannski með fataskáp fullan af flíkum sem bíða umbreytinga
…finnur að sköpunin fjallar ekki bara um fötin – heldur líka um sjálfsmynd, meðvitund um umhverfið, gleði og frið
…ert á þínum besta aldri, skapandi, með litla saumavél í horninu og hugmyndir í hjartanu – sem þarft smá leiðsögn og hvatningu
Átt fullan skáp af fötum en "ekkert" að fara í?
Ofbýður offramleiðsla á textíl og fatnaði?
Langar að byrja að sauma en veist ekki hvar þú byrjar?
Horfir á lítið notaðar flíkur, langar að breyta en færð engar hugmyndir?
Nennir ekki að vera eins og allir hinir í fatastíl?
Langar að byggja þér upp sjálfbæran "fataskáp"?

Á þessu 12 vikna námskeiði heldur þú áfram að þjálfa hugann í að breyta, laga og skapa flíkur sem segja sögu – þína sögu.
Þú byggir sjálfstraust með hverju saumspori, þróar þinn eigin stíl og nærð tökum á tækni sem gefur þér frelsi og gleði í fataskápnum – og bætir, hressir og kætir sálina.
Þetta er netnámskeið fyrir þig sem elskar að skapa og vilt læra meira.
Við förum dýpra í fatabreytingar, skoðum aðferðir og útfærslur sem hjálpa þér að þróa eigin stíl og finna frið í ferlinu.
Þú færð verkefni, PDF-leiðbeiningar, vikuleg myndbönd, Zoom-stundir og öflugan hóp til að styðja við sköpunarferlið þitt – eitt spor í einu.
Hver er ég? Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga. Ég á og rek Saumaheimur Siggu, er með yfir 20 ára reynslu í saumaskap og hef síðustu ár sérhæft mig í endurnýtingu á textíl. Ég held námskeið í saumaskap og fatabreytingum og veiti stuðning og ráðgjöf þeim sem vilja finna fjársjóðinn í fataskápnum og byggja sér upp sjálfbærari fatastíl. Auk þess sauma ég og sel mína eigin sköpun úr endurnýttum efnivið, skrifa bæði greinar og blogg um fatanýtingu og saumaskap.

Eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua. At vero eos et accusam et justo duo dolores et ea rebum. Stet clita kasd gubergren, no sea takimata sanctus est Lorem ipsum dolor sit amet.
Lorem ipsum dolor sit amet, consetetur sadipscing elitr, sed diam nonumy eirmod tempor invidunt ut labore et dolore magna aliquyam erat, sed diam voluptua.
Frábært námskeið. Mikið og flott efni sem kemur frá Siggu og svo tækifæri til að spyrja hana beint út í það sem ég er með á mínu saumaborði. Ég er orðin óhrædd að taka flíkur og skella á þær skærunum til að skapa eitthvað nýtt og spennandi!
Margrét Lilja Magnúsdóttir
Líkaði samfélagið afar vel, hitta aðra á netinu að fálst við það sama, sjá að það er endalaust hægt að laga, breyta og gera við.
Kennslan mjög góð hvort sem var Zoom, fyrirspurnir og svör í hópnum, engin neikvæði eða neikvæð gagnrýni eða myndbönd með kennslu um aðferðir oþh..
Þolinmóður kennari. Hugmyndaflæði hjá öðrum þátttakendum.
Steinunn Benna Hreiðarsdóttir
Ég mæli algerlega með þessu námskeiði. Ef spurningar vakna er gott aðgengi að leiðbeinanda. Hvatning til að prófa sig áfram og leyfa hugmyndafluginu að blómstra. Þetta námskeið var hvetjandi til að þora að vera öðrvísi og taka þátt í að sporna við sóun. Skemmtilegt samfélag þar sem við studdum og hvöttum hver aðra.
Sigga er líka svo skemmtileg, elskuleg og jákvæð og úrræðagóð.
Jónína Hulda Gunnlaugsdóttir
Nýtt verkefni vikulega, gagnagrunnur á námskeiðssvæði
Myndbönd
Myndir
Pdf skjöl
Vikulegir Zoomtímar með Siggu, aðgangur að upptökum innan hópsins
Spurningar og svör varðandi verkefni
Kennsluatriði lagt inn eftir þörfum
Verkefni sýnd og hverju spori fagnað
Samfélag þátttakenda á námskeiði
Lokaður hópur
Ráðgjöf og stuðningur
Hvetjandi samfélag
Aðgangur að SaumaSamfélagi Siggu á meðan á námskeiði stendur
Tækniatriði af ýmsum toga og eftir þörfum, td:
Rennilásar
Hnappagöt
Vasar
Sniðgerð eftir málum
fyrir þig sem vilt fara dýpra í saumaskap og fatabreytingar
fyrir þig sem vilt byggja sjálfstraust í saumaskap
fyrir þig sem vilt skapa einstakar flíkur sem segja þína sögu
þig sem vilt þjálfa sköpunargleði og hugmyndaauðgi
þig sem vilt geta tekið fram flík og breytt henni að vild
fyrir þig sem stefnir á sjálfbæran fatastíll
fyrir þig sem vilt tilheyra samfélagi fólks sem hugar að textílsóun og -nýtingu

Já! Þetta námskeið er sérstaklega fyrir konur sem hafa grunnfærni í saumaskap (geta notað saumavél og gera einfaldar breytingar) en vilja stíga stærra skref: læra nýjar aðferðir, treysta á eigin mat og verða skapandi, sjálfstæðar og öruggar í fatabreytingum.
Áætlaðu 2–3 tíma í verkefnin sjálf og 1–1,5 tíma í Zoom fundinn. Þú stjórnar hraðanum – og færð aðstoð í gegnum allt ferlið.
Þú þarft:
saummaskínu
örfá grunnverkfæri (t.d. skæri, títuprjónar, mæliband)
flíkur úr þínum eigin fataskáp til að breyta
Þú færð lista yfir allt sem þarf þegar þú skráir þig.
Já! Þú vinnur að þínum eigin flíkum, færð persónulega leiðsögn á hverjum Zoom tíma og getur sent inn myndir/spurningar milli tíma. Þetta er í raun mentor-prógram með hópstuðningi.
Sjálfstæði, skapandi nálgun og tækni til að breyta nánast hvaða flík sem er – með persónulegri leiðsögn í 12 vikur.