Langar þig að endurnýta fötin þín en veist ekki alveg hvar þú byrjar?
Í þessum leiðarvísi færðu greinagóðar leiðbeiningar og einföld skref til að endurnýta gallabuxur sem þú átt; á þínum forsendum, með skæri og hugrekki að vopni, algerlega á þínum hraða.

Kannski hefur þig lengi langað til að gera "eitthvað" við fötin sem þú notar sjaldan eða aldrei.
Kannski ertu með hugmyndir - en veist ekki hvar/eða hvernig er gott að byrja;
- hvað þarf að hafa eða hvort þú kunnir þetta yfirhöfuð.
Þú ert ekki ein
Kannski vantar þig bara smá leiðsögn og stuðning.
Ég skil það.
Þess vegna bjó ég til þessa handbók fyrir konur eins og þig, þar sem við byrjum á að vinna einfalt verkefni með gallabuxur.

að finna fyrstu skrefin sem hjálpa þér að byrja
– og þú breytir flík
að finna ró í sjálfri þér varðandi fatabreytingar
- og þú nýtur þess að skapa þér þinn eigin saumaheim
Í lokin hefur þú breytt gallabuxum í fallega tösku
- og mögulega auki bæði hugrekki og sjálfstraust á eigin getu
Þessi handbók er fyrir þig ef þú:
Átt föt sem þú vilt gefa nýtt líf
Hefur smá reynslu af saumaskap
– en treystir þér ekki alveg til að byrja ein
Þráir að skapa fataskáp sem endurspeglar þig, sjálfbærni og persónulegan stíl
Þarft aðeins létta hönd og kærleiksríka hvatningu til að komast af stað
Hver er ég?
Ég hjálpa konum sem vilja endurnýta föt en vita ekki hvar þær eiga að byrja, að öðlast sjálfstraust og færni í saumaskap svo þær geti búið til einstakar flíkur með persónulegu ívafi og minnkað sóun.
Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga. Ég á og rek Saumaheimur Siggu, ég er saumakona og hef saumað síðan ég man eftir mér. Ég hef alltaf verið sjálf mikið fyrir að breyta eigin fötum, en síðustu misserin hef ég sérhæft mig í endurnýtingu gamalla efna því mér blöskrar offramleiðslan á textíl og fatnaði - að ég tali ekki um aðbúnað þeirra sem sauma hraðtískufatnaðinn.
Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og breytum þar með eigin kauphegðun og þeirra í kringum okkur.
