12 vikna skapandi netnámskeið í sníðun, sniðbreytingum og saumaskap
– frá blaði til fullkláraðrar flíkur sem er alveg eftir þínu sniði

Hefurðu náð tökum á sniðalestri – en langar nú að geta hannað og saumað frá grunni?
Þú hefur lært að lesa snið, þekkir Burdablöðin og ert farin að breyta smáatriðum.
Núna langar þig að fara dýpra inn í listina að skapa eigin flík —
að skilja snið, efni og tæknina á bak við faglega útfærslu.
Þetta er 12 vikna ferðalag þar sem þú lærir:
að sníða, breyta og sauma flík sem er hönnuð og sniðin að þér – bókstaflega

Þetta námskeið er fyrir þig ef…
Þú hefur lokið Blaðað í BurdaStyle eða hefur reynslu af sniðalestri
Þú vilt öðlast trausta tækni og faglega færni í saumaskap
Þú vilt aðlaga og hanna snið eftir eigin líkama og stíl
Þú vilt læra að setja saman flík með tæknilegum smáatriðum
Þú vilt kennslu, leiðsögn og stuðning í gegnum ferlið – ekki bara uppskrift
Þú vilt vinna sjálfstætt, á þínum hraða, en með peppi og samfélagi
Búa þér til grunnsnið sem þú getur svo breytt (form, ermar, hálsmál, kragar, o.fl.)
Búa þér til snið eftir þínum málum
Setja saman flóknari snið (3-4 punktar í BurdaStyle)
Setja saman flík með rennilásum, vösum, krögum, hnappagötum og/eða fóðri

12 vikna ferli með kennslumyndböndum og PDF verkefnum
Lokaður hópur fyrir spurningar, pepp og verkefni
Vikulegir Zoom-fundir með tækni- og Q&A-dýpkun
Verkefni í hverri viku til að byggja upp kunnáttu í þrepum
Sjálfstæð vinna varðandi efnivið og aðferðir ef óskað
Aðgangur áfram eftir námskeiðið til að vinna á þínum hraða
Hver er ég? Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga.
Ég hjálpa konum að byrja í saumaskap – með hugrekki og sköpunargleði umbreytum við fatnaði og öðrum textíl í sjálfbærar, einstakar flíkur!
Ég á og rek Saumaheimur Siggu, er með yfir 20 ára reynslu í saumaskap og hef síðustu ár sérhæft mig í endurnýtingu á textíl. Ég held námskeið í saumaskap og fatabreytingum og veiti stuðning og ráðgjöf þeim sem vilja finna fjársjóðinn í fataskápnum og byggja sér upp sjálfbærari fatastíl.
Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og breytum þar með eigin kauphegðun og þeirra í kringum okkur.

Sigga er frábær kennari sem kann að miðla í lausnum jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.
„Ótrúlega lærdómsríkt námskeið – Sigga útskýrir allt svo vel að jafnvel flókin atriði verða auðveld.“
„Sigga er frábær kennari – skýr, þolinmóð og ótrúlega hvetjandi. Hún kennir bæði byrjendum og lengra komnum á einfaldan og skiljanlegan hátt.“
Er þetta þitt næsta skref?
Þetta er námskeiðið fyrir þig sem vilt:
Skapa föt sem passa líkama þínum og lífsstíl
Nýta hæfileikana þína og þróa sjálfstæði í saumaskap
Stíga skrefið frá fylgjanda í skapanda
Gerðu drauminn um eigin hönnun að veruleika – með þínu sniði, eitt spor í einu!
