Með mínu sniði

12 vikna skapandi netnámskeið í sníðun, sniðbreytingum og saumaskap

– frá blaði til fullkláraðrar flíkur sem er alveg eftir þínu sniði

Skráning á námskeiðið er lokuð, skráðu þig á biðlistann og fáðu póst um leið og skráning opnar

Hefurðu náð tökum á sniðalestri – en langar nú að geta hannað og saumað frá grunni?

Þú hefur lært að lesa snið, þekkir Burdablöðin og ert farin að breyta smáatriðum.
Núna langar þig að fara dýpra inn í listina að skapa eigin flík
að skilja snið, efni og tæknina á bak við faglega útfærslu.

Þetta er 12 vikna ferðalag þar sem þú lærir:

sníða, breyta og sauma flík sem er hönnuð og sniðin að þér – bókstaflega

Fyrir hverja er þetta?

Þetta námskeið er fyrir þig ef…

Þú hefur lokið Blaðað í BurdaStyle eða hefur reynslu af sniðalestri

Þú vilt öðlast trausta tækni og faglega færni í saumaskap

Þú vilt aðlaga og hanna snið eftir eigin líkama og stíl

Þú vilt læra að setja saman flík með tæknilegum smáatriðum

Þú vilt kennslu, leiðsögn og stuðning í gegnum ferlið – ekki bara uppskrift

Þú vilt vinna sjálfstætt, á þínum hraða, en með peppi og samfélagi

Þetta lærir þú:

  • Búa þér til grunnsnið sem þú getur svo breytt (form, ermar, hálsmál, kragar, o.fl.)

  • Búa þér til snið eftir þínum málum

  • Setja saman flóknari snið (3-4 punktar í BurdaStyle)

  • Setja saman flík með rennilásum, vösum, krögum, hnappagötum og/eða fóðri

Hvernig námskeiðið virkar

  • 12 vikna ferli með kennslumyndböndum og PDF verkefnum

  • Lokaður hópur fyrir spurningar, pepp og verkefni

  • Vikulegir Zoom-fundir með tækni- og Q&A-dýpkun

  • Verkefni í hverri viku til að byggja upp kunnáttu í þrepum

  • Sjálfstæð vinna varðandi efnivið og aðferðir ef óskað

  • Aðgangur áfram eftir námskeiðið til að vinna á þínum hraða

Hæ, ég er Sigga!


Hver er ég? Ég heiti Sigríður Tryggvadóttir og er alltaf kölluð Sigga.

Ég hjálpa konum að byrja í saumaskap – með hugrekki og sköpunargleði umbreytum við fatnaði og öðrum textíl í sjálfbærar, einstakar flíkur!

Ég á og rek Saumaheimur Siggu, er með yfir 20 ára reynslu í saumaskap og hef síðustu ár sérhæft mig í endurnýtingu á textíl. Ég held námskeið í saumaskap og fatabreytingum og veiti stuðning og ráðgjöf þeim sem vilja finna fjársjóðinn í fataskápnum og byggja sér upp sjálfbærari fatastíl.

Ég trúi því að þegar við sinnum fötunum okkar, saumum, bætum og breytum, verðum við meðvitaðri um tímann og vinnuna sem fer í að setja saman flík – og breytum þar með eigin kauphegðun og þeirra í kringum okkur.

Þú færð

12 vikna kennsluferli með myndböndum og PDF verkefnum

Persónulegan stuðning í lokuðum hópi

Vikulega Zoom-fundi með kennslu og Q&A

Verkefni sem byggja upp færni þína skref fyrir skref

Aðgang að öllu efninu áfram í 12 mánuði eftir að námskeiði lýkur

Aðgangur að Saumasamfélagi Siggu á meðan á námskeiði stendur

Ekki missa af þessu, skráðu þig núna!

Hvað segja fyrrum þátttakendur á námskeiðum Saumaheims Siggu

Sigga er frábær kennari sem kann að miðla í lausnum jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.

„Ótrúlega lærdómsríkt námskeið – Sigga útskýrir allt svo vel að jafnvel flókin atriði verða auðveld.“

„Sigga er frábær kennari – skýr, þolinmóð og ótrúlega hvetjandi. Hún kennir bæði byrjendum og lengra komnum á einfaldan og skiljanlegan hátt.“

Er þetta þitt næsta skref?


Er þetta þitt næsta skref?

Þetta er námskeiðið fyrir þig sem vilt:

Skapa föt sem passa líkama þínum og lífsstíl

Nýta hæfileikana þína og þróa sjálfstæði í saumaskap

Stíga skrefið frá fylgjanda í skapanda

Gerðu drauminn um eigin hönnun að veruleika – með þínu sniði, eitt spor í einu!

Copyright 2025, Sigga

Saumaheimur Siggu